Fyrirspurn vegna flugvallar á Siglufirði.

Málsnúmer 1809027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11.09.2018

Lagður fram tölvupóstur, dags. 10.09.2018, frá Jóni Valgeir Baldurssyni fh. H - lista þar sem óskað er eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá Fjallabyggð vegna opnunar flugvallar á Siglufirði,

-Hvaðan fjármagnið sem fór í framkvæmdirnar á flugvellinum á Siglufirði kemur? Sem sagt hver borgar brúsann?

- Hver sér um snjómokstur og fjármögnun á því?

- Hver er ábyrgur fyrir flugvellinum, s.s rekstrinum, umsjón með flugumferð/flugumferðarstjórnun?

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 09.10.2018

Lögð fram drög að svari bæjarstjóra Fjallabyggðar dags. 25. september 2018 vegna fyrirspurnar Jóns Valgeirs Baldurssonar fh. H-lista vegna Siglufjarðarflugvallar.

Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins vegna framkvæmda við Siglufjarðarflugvöll er kr. 7.2 mkr. og er tekinn af framkvæmdaliðnum ýmis smáverk.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og felur bæjarstjóra að senda afrit af svari á trolli.is vegna fyrirspurnar um Siglufjarðarflugvöll.