Landsbyggðin og leikhús - umssókn um styrk

Málsnúmer 1809025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18.09.2018

Lagt fram erindi, dags. 07.09.2018 frá Jóel Inga Sæmundssyni er varðar styrk frá sveitarfélögum að upphæð 150.000 til 225.000 og afnot af sýningaraðstöðu vegna verkefnisins, Landsbyggðarleikhús sem fer af stað 2019 og felst í því að koma leiklistinni til landsbyggðarinnar. Markmiðið er að fara með þrjú verk á næsta ári, barn,- drama- og gaman leikrit, á landsbyggðina. Með styrk tryggja sveitarfélög sér sýningarnar. Sjái sveitafélög sér ekki fært að verða við styrk eru þau beðin um að koma á framfæri upplýsingum um fyrirtæki sem vildu styðja verkefnið.

Bæjarráð samþykkir að senda erindið til umsagnar í markaðs- og menningarnefnd.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26.09.2018

Lagt fram erindi, sem bæjarráð vísaði til umsagnar til nefndarinnar. Erindið dags. 07.09.2018 er frá Jóel Inga Sæmundssyni og varðar styrk frá sveitarfélögum að upphæð 150.000 til 225.000 og afnot af sýningaraðstöðu vegna verkefnisins, Landsbyggðarleikhús sem fer af stað 2019 og felst í því að koma leiklistinni til landsbyggðarinnar. Markmiðið er að fara með þrjú verk á næsta ári, barna-, drama- og gaman leikrit, á landsbyggðina. Með styrk tryggja sveitarfélög sér sýningarnar. Sjái sveitafélög sér ekki fært að verða við styrk eru þau beðin um að koma á framfæri upplýsingum um fyrirtæki sem vildu styðja verkefnið.
Nefndin samþykkir að óska eftir frekari upplýsingum um verkin, umfang þeirra, tímasetningar og fleira. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að leita frekari upplýsinga.