Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarhafnir, flokkun sem iðnaðarhöfn

Málsnúmer 1808046

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 22.08.2018

Lagt fram erindi frá Ragnari Ásmundssyni sem vinnur nú að verkefni fyrir Atvinnuþróunarfélögum Eyjafjarðar og Þingeyinga að útfæra vefsíðu.

Erindið snýr að flokkun á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarhöfnum hvort flokka megi þær sem iðnaðarhafnir.

Hafnarstjórn lítur erindið jákvæðum augum og vísar erindinu til Hafnarstjóra til úrvinnslu.