Lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 1807014

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11.07.2018

Með breytingu á lögum félagsþjónustu sveitarfélaga eru gerðar ýmsar breytingar á skipulagi, stjórn og hlutverki félagsmálanefnda og hnykkt á eftirlitshlutverki ráðherra. Skýrar er kveðið á um feril ágreiningsmála og málskot innan stjórnkerfisins. Þá er kveðið sérstaklega á um samráð við notendur félagsþjónustu og um störf notendaráða. Fjallað er um samninga við einkaaðila og starfsleyfisveitingar til einkaaðila sem hyggjast veita þjónustu samkvæmt frumvarp­inu. Loks eru gerðar breytingar á kaflanum sem snúa að félagslegri heimaþjónustu, aksturs­þjónustu og húsnæðismálum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18.09.2018

Lagt fram erindi, dags. 07.09.2018 frá Félagsráðgjafafélagi Íslands varðandi breytingu á lögum um félagsþjónustu sem tekur gildi 1. október 2018. Vakin er athygli á ríkari skyldu sveitarfélaga til að hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum.