Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807011

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20.03.2019

Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að leitað verði til ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26.03.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 22.03.2019 þar sem fram kemur að á 117. fundi félagsmálanefndar hafi nefndin lagt til við bæjarráð að leitað verði til ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar.

Tilgangur með húsnæðisáætlun Fjallabyggðar er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í sveitarfélaginu, greina framboð og eftirspurn eftir húsnæði og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, til skemmri og lengri tíma.

Áætlaður kostnaður við ráðgjafavinnu KPMG er um 1,1 mkr.

Bæjarráð samþykkir að leita til ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar. Kostnaður 1,1 mkr. verður vísað í viðauka nr.6/2019 við fjárhagsáætlun 2019 við deild 61010, og lykill 4391 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 11.04.2019

Samningur við ráðgjafasvið KPMG vegna vinnu við húsnæðisáætlun lagður fram til kynningar á fundinum. Ingvar Á. Guðmundsson, aðalmaður D-lista, bókar að hann lætur í ljós óánægju sína með samning um keypta ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar og spyr hvort að félagsmáladeild og tæknideild ásamt fjármálasviði hefðu ekki getað unni þessa vinnu.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 27.08.2019

Deildarstjóri fór yfir yfirstandi vinnu við húsnæðisáætlun Fjallabyggðar.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30.08.2019

Kynning á yfirstandi vinnu við húsnæðisáætlun Fjallabyggðar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 14.11.2019

Drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25.02.2020

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar sem unnin er skv. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og gildir til næstu fjögurra ára en verður þó endurskoðuð árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem verði á forsendum á milli ára.

Málið verður áfram til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 03.03.2020

Lögð eru fram lokadrög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar. Áætlunin er unnin skv. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og gildir til næstu fjögurra ára en verður endurskoðuð árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra félagsþjónustu að vinna málið áfram.