Erindi vegna reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1806082

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 11.07.2018

Lagt fram erindi Ásgríms Pálmasonar fv. formanns húsfélagsins við Brimvelli, dagsett 24. júní 2018. Gerð er athugasemd við stöðuleyfi reykkofa við Brimvelli sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar. Farsælla væri ef skipulags- og umhverfisnefnd gæti fundið reykkofunum betri stað þar sem þeir valdi ekki reykmengun í kringum skepnuhald.
Erindi svarað
Tæknideild falið að skoða möguleika á staðsetningu reykkofa í samráði við hagsmunaaðila í Ólafsfirði og Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15.08.2018

Á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að skoða möguleika á staðsetningu reykkofa í sveitarfélaginu. Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra tæknideildar.
Afgreiðslu frestað
Málinu frestað til næsta fundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 05.09.2018

Á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að skoða möguleika á staðsetningu reykkofa í sveitarfélaginu. Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 3.8.2018.
Erindi svarað
Hvorki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi á frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði né deiliskipulagi fyrir frístundabúskap á Siglufirði. Möguleg staðsetning fyrir reykkofa í sveitarfélaginu er vandfundin þar sem ekki ríkir sátt um hana.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, Helgi Jóhannsson situr hjá.