Samningur um æfingaraðstöðu í líkamsrækt Ólafsfirði

Málsnúmer 1806076

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 563. fundur - 03.07.2018

Lagt fram erindi frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar Fjallabyggð er varðar aðgengi að tækjasal utan opnunartíma til þess að styrkja enn frekar við afreksstefnu KFÓF. Í félaginu eru fjórir keppendur í dag, þar af einn iðkandi sem stefnir á að komast í landliðið í kraftlyftingum í haust. Einnig óskar félagið eftir því að fá leyfi til þess að koma "combo rekka" sem félagið hyggst fjármagna sjálft, fyrir í ræktinni.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera samning við félagið til reynslu fram að áramótum og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 564. fundur - 10.07.2018

Lögð fram drög að samningi við Kraftlyftingarfélag Ólafsfjarðar Fjallabyggð vegna afnota af æfingaraðstöðu í líkamsrækt íþróttamiðstöðvar Ólafsfjarðar.

Bókfærður kostnaður vegna leigu á salnum er millifærður sem styrkur til Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18.09.2018

Bæjarráð samþykkti á 564. fundi sínum, 6. júlí sl. samning um afnot Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar Fjallabyggð af líkamsræktarsal íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Í 8. gr. samnings segir að bókfærður kostnaður vegna leigu á líkamsræktarsalnum skuli millifærður sem styrkur til Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að vísa styrk að upphæð kr. 554.664 í viðauka nr.13/2018 samkvæmt 8. gr. samningsins við deild 06810 og lykill 9291 og bókast sem tekjur við deild 06510 og lykill 0258.