Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 1806031

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 164. fundur - 13.06.2018

Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Betri Fjallabyggðar um að Gunnar Ingi Birgisson verði ráðinn sem bæjarstjóri Fjallabyggðar fyrir kjörtímabilið 2018-2022.
Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum. Jón Valgeir Baldursson H-lista og Særún Hlín Laufeyjardóttir H-lista sitja hjá í atkvæðagreiðslu.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu að ráðningarsamningi við Gunnar Inga Birgisson sem bæjarstjóra Fjallabyggðar til loka kjörtímabils 2018-2022.
Bæjarstjórn samþykkir ráðningarsamninginn með 7 atkvæðum og felur forseta bæjarstjórnar að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.

Forseti bæjarstjórar lagði einnig fram tillögu um prófkúruumboð til bæjarstjóra. Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.