Tónlistarskóli - viðauki

Málsnúmer 1806025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22.01.2019

Lagður fram viðauki við samning Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur 25.ágúst 2018 og varðar kostnaðarskiptingu aðildarsveitarfélaga og er viðbót við 14. gr. samningsins. Þar segir (Viðbót við 14. gr.)
Kostnaðarskipting aðildasveitarfélaga skal reiknuð tvisvar á ári sem hér segir:
Í febrúar ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á vorönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
Í september ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á haustönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
Kostnaðarskipting ársins 2018 skal reiknuð samkvæmt þessum viðauka.
Kostnaður er greiddur mánaðarlega miðað við forsendur í upphafi hvers tímabils. Hvert tímabil er gert upp í lok þess miðað við kostnaðarskiptingu.

Bæjarráð samþykkir viðauka við samning fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.