Kostnaðarskipting launa við TÁT

Málsnúmer 1805108

Vakta málsnúmer

Skólanefnd TÁT - 10. fundur - 05.06.2018

Í samningi um Tónlistarskólann á Tröllaskaga, milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, dagsettur 25. ágúst 2016 er kveðið á um að kostnaðarskipting launa skuli miðast við íbúafjölda sveitarfélaganna 1. janúar ár hvert og fjölda kennslustunda skólans í hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Í ljós hefur komið að nauðsynlegt er að endurskoða skiptaprósentu tvisvar á ári í stað einu sinni, þ.e. í febrúar og september, vegna breytileika í kennslustundafjölda milli anna innan skólaársins. Skólanefnd leggur til við bæjarráð Fjallabyggðar og byggðarráð Dalvíkurbyggðar að gerður verði viðauki við samninginn þar sem nánar er kveðið á um áðurgreinda þætti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 560. fundur - 14.06.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóri fræðslu-, frístunda og markaðsmála þar sem skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga leggur til að útbúinn verði viðauki, við samning um rekstur Tónlistarskólans vegna kostnaðarskiptingar launa við TÁT. Þar sem kostnaðarhlutfall sveitarfélaganna verði uppreiknað tvisvar á ári.

Bæjarráð samþykkir framlagt minnisblað og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram í samráði við Dalvíkurbyggð.

Skólanefnd TÁT - 11. fundur - 05.10.2018

Launayfirlit TÁT og kostnaðarskipting milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar vegna ársins 2019 lögð fram. Nefndin samþykkir launayfirlit og kostnaðarskiptingu fyrir fjárhagsárið 2019 fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs Fjallabyggðar og byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15.10.2018

Lagt fram launayfirlit ásamt kostnaðarskiptingu milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar í sameinuðum tónskóla, Tónlistarskólanum á Tröllaskaga sem stjórn tónlistarskólans samþykkti að vísa til bæjarráðs Fjallabyggðar og byggðarráðs Dalvíkurbyggðar á fundi sínum þann 5. október sl.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi launaáætlun og kostnaðarskiptingu og vísar til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019.