Tilkynning vegna fyrirhugaðrar hækkunar framlega til AFE

Málsnúmer 1805010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 08.05.2018

Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Stjórn félagsins leggur til að framlög sveitarfélaga til félagsins hækki um 3%. Þannig verði framlög á árinu 2018 kr. 1.716 á hvern íbúa, í stað kr. 1.666 árið 2017. Miðað er við íbúafjölda sveitarfélagsins 1. desember 2017. Aðalfundur félagsins verður haldinn 21. júní nk.

Hlutur Fjallabyggðar hækkar um 101.700 krónur.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun 2018 sem kemur til lækkunar á handbæru fé.