Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar - byggð á ytra mati

Málsnúmer 1805009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 08.05.2018

Uppfærð umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar byggð á ytra mati skólans, sem gerð var í september 2017, hefur verið sent til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Ráðuneytið mun óska eftir greinargerð í desember 2018 um framkvæmd umbótaáætlunarinnar fram að þeim tíma.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 04.05.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og leikskólans á skólaárinu 2019-2020 fyrir 8. júní nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10.06.2020

Lögð fram til kynningar umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar dags. 09.06.2020 þar sem fram kemur yfirlit yfir umbætur á skólaárinu 2019-2020 í samræmi við niðurstöður og tillögur ytra mats sem gert var af Menntamálastofnun í september 2017


Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10.06.2020

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og leikskólans á skólaárinu 2019-2020.
Umbótaáætlun leikskólans, byggð á ytra mati lögð fram til kynningar. Tekist hefur að ljúka vinnu við alla þætti umbótaáætlunarinnar utan eins, en hann er í vinnslu. Umbótaáætlun var send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir tilskilinn frest sem var 8. júní sl.