Ósk um þátttöku í lokuðum útboðum

Málsnúmer 1805003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 08.05.2018

Tekið fyrir erindi frá Aval ehf. þar sem óskað er eftir því að fyrirtækið fái að taka þátt í lokuðum útboðum á vegum Fjallabyggðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í fráveitu og fóðrun á lögnum.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 567. fundur - 14.08.2018

Á 555. bæjarráðs þann 8. maí sl. óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi ósk Aval ehf. um að fyrirtækið fái að taka þátt í lokuðum útboðum á vegum Fjallabyggðar en fyrirtækið sérhæfir sig í fráveitu og fóðrun á skólplögnum.

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að starfsmenn Veitustofnunar og Þjónustumiðstöðvar hafa annast lagnaviðgerðir í Fjallabyggð. Fjallabyggð fékk síðast tilboð í fóðrun lagna árið 2015. Sjálfsagt mál er að leyfa Aval ehf að taka þátt í útboðum á fóðrun lagna ef farið verður í slík verkefni.

Bæjarráð samþykkir umsögn deildarstjóra tæknideildar.