Fyrirspurn frá UMFÍ; Framlag sveitarfélaga til íþrótta- og ungmennafélaga

Málsnúmer 1805001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 08.05.2018

Tekin fyrir fyrirspurn frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) þar sem óskað er eftir upplýsingum um beint framlag sveitarfélagsins til íþrótta- og ungmennafélaga í sveitarfélaginu.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu og leggja svarið fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22.05.2018

Á fundi bæjarráðs þann 8. maí sl. var tekið fyrir erindi frá UMFÍ þar sem óskað var eftir upplýsingum um beint framlag sveitarfélagsins til íþrótta- og ungmennafélaga í sveitarfélaginu.

Bæjarráð fól deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu.

Lagt fram svarbréf deildarstjóra til UMFÍ.