Afmælisnefnd vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar - 5. fundur - 24. apríl 2018

Málsnúmer 1804017F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 160. fundur - 02.05.2018

  • .1 1305050 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018
    Afmælisnefnd vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar - 5. fundur - 24. apríl 2018 Farið yfir fundargerð síðasta fundar.

    Verðkönnun fór fram vegna kaffiveitinga fyrir afmælisboð í íþróttahúsinu fyrir bæjarbúa á afmælisdaginn og móttöku vegna boðsgesta í Ráðhúsinu. Ákveðið að semja við lægstbjóðendur, Aðalbakarann vegna kaffisamsætis í íþróttahúsi og Kaffi Klöru vegna móttöku í Ráðhúsi.

    Á næstunni verða send út boðsbréf vegna móttöku í Ráðhúsi á afmælisdaginn. Meðal boðsgesta eru fyrrverandi og núverandi bæjarfulltrúar, bæjarstjórar, þingmenn, forseti og forsætisráðherra ásamt mökum þeirra.

    Farið yfir hugmynd að útlitshönnun á auglýsingu og dreifibréfi með dagskrá afmælisins.

    Rakel, upplýsti að Siglfirðingablaðið kæmi út á næstunni og í því er dagskrá afmælisdagsins.

    Búið er að hanna og framleiða barmmerki í tilefni afmælisins. Barmmerki verður dreift í kaffisamsæti og móttöku á afmælisdaginn.

    Afmælisbridgemót í tilefni af 80 ára afmæli Bridgefélags Siglufjarðar og 100 ára afmæli Siglufjarðar verður haldið 14.-16. september. Óljóst er með skákmót í tilefni afmælisins sem hugmynd er um að halda.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 5. fundar afmælisnefndar vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar staðfest á 160. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.