Útboð Grunnskólalóð, Ólafsfirði

Málsnúmer 1802086

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27.02.2018

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til lokaðs útboðs vegna framkvæmda við 1. áfanga grunnskólalóðarinnar á Ólafsfirði. Eftirtöldum verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Bás ehf.
Sölvi Sölvason ehf.
Smári ehf.
Árni Helgason ehf.
Magnús Þorgeirsson ehf.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27.03.2018

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Þann 26. mars sl. voru opnuð tilboð í 1. áfanga við endurgerð grunnskólalóðarinnar í Ólafsfirði. Eftirfarandi tilboð bárust:

Magnús Þorgeirsson ehf. - 25.123.892 kr.
Smári ehf. - 26.334.813 kr.
Sölvi Sölvason ehf. - 24.963.030 kr.

Kostnaðaráætlun er 20.555.600 kr.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Sölva Sölvason.