Malbikun 2018 útboð/verðkönnun

Málsnúmer 1802084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27.02.2018

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til lokaðs útboðs á malbikun í Fjallabyggð 2018. Eftirtöldum yrði gefinn kostur á að bjóða í framkvæmdina:

Malbikun KM ehf.
Kraftfag ehf.
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27.03.2018

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Þann 19. mars sl. voru tilboð opnuð í malbikun í Fjallabyggð árið 2018. Eftirfarandi tilboð bárust:

Hlaðbær-Colas - 51.084.000 kr.
Kraftfag ehf. - 37.382.500 kr.
Malbikun KM - 40.288.000 kr.

Kostnaðaráætlun var 41.525.000 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði.