Ungt fólk og lýðræði 2018

Málsnúmer 1802026

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 21.02.2018

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið.

Hin árlega ráðstefna Ungt fólk og lýðræði verður haldin 21.-23. mars nk. á hótel Borealis Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Yfirskrift ráðstefnunnar er Okkar skoðun skiptir máli. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 2 frá hverju Ungmennaráði.
Fræðslu- og frístundanefnd hvetur Ungmennaráð til að senda fulltrúa á ráðstefnuna.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 17. fundur - 27.02.2018

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2018 fer fram 21.-23. mars n.k. á hótel Borealis Efri-Brú í Grímsnes og Grafningshreppi. Yfirskrift ráðstefnunnar 2018 er Okkar skoðun skiptir máli.
Ráðstefnan er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Fræðslu- og frístundanefnd hefur hvatt Ungmennaráð til að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Enginn af fundarmönnum hefur tök á að fara á ráðstefnuna.