Fasteignagjöld - 2018

Málsnúmer 1802020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 06.02.2018

Lagt fram minnisblað varðandi fasteignagjöld 2018.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

Að hámarksafsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði kr. 65.000.

Að tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði:

Flokkur Einstaklingar Afsláttur
1. 0 - 2.300.000 100%
2. 2.300.001 - 2.718.000 75%
3. 2.718.001 - 3.136.000 50%
4. 3.136.001 - 3.541.000 25%
5. 3.541.001 0%

Flokkur Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. 0 - 3.333.000 100%
2. 3.333.001 - 3.960.000 75%
3. 3.960.001 - 4.587.000 50%
4. 4.587.001 - 5.213.000 25%
5. 5.213.001 0%

Að afsláttarprósenta vegna fasteignaskattsstyrks til félagasamtaka verði óbreytt 100%.

Að fjöldi gjalddaga verði átta, frá 1. mars til 1. október og nái álagning fasteignagjalda á fasteign ekki 35.000 á gjaldanda, sé öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.