Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018

Málsnúmer 1802011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 156. fundur - 14.02.2018

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

    Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningamála.

    Á fundinn mættu Eggert Friðriksson, formaður Menningar- og fræðslunefndar slökkviliðsins í Ólafsfirði og Halldór Guðmundsson. Umsjón með hátíðarhöldum á 17. júní hefur verið í höndum nefndarinnar undanfarin ár.

    Farið var yfir drög að nýjum samningi.

    Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.


    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars í janúar 2018. Innborganir nema 85.496.527 kr. sem er 114,45% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 74.703.036 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lagt fram minnisblað varðandi fasteignagjöld 2018.

    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

    Að hámarksafsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði kr. 65.000.

    Að tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði:

    Flokkur Einstaklingar Afsláttur
    1. 0 - 2.300.000 100%
    2. 2.300.001 - 2.718.000 75%
    3. 2.718.001 - 3.136.000 50%
    4. 3.136.001 - 3.541.000 25%
    5. 3.541.001 0%

    Flokkur Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
    1. 0 - 3.333.000 100%
    2. 3.333.001 - 3.960.000 75%
    3. 3.960.001 - 4.587.000 50%
    4. 4.587.001 - 5.213.000 25%
    5. 5.213.001 0%

    Að afsláttarprósenta vegna fasteignaskattsstyrks til félagasamtaka verði óbreytt 100%.

    Að fjöldi gjalddaga verði átta, frá 1. mars til 1. október og nái álagning fasteignagjalda á fasteign ekki 35.000 á gjaldanda, sé öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lagt fram til kynningar bréf frá Björgunarsveitinni Tindi, Ólafsfirði, þar sem farið er yfir afstöðu björgunarsveitarinnar vegna myndunar vettvangsliðateymis í Ólafsfirði.
    Málið verður tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs og mun formaður björgunarsveitarinnar mæta á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lagt fram til kynningar bréf frá Láru Stefánsdóttur, skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, þar sem sveitarfélaginu er gert kunnugt um að skólinn er orðinn þátttakandi í Grænum skrefum í ríkisrekstri og er það hluti af umhverfismálum skólans. Vonast er eftir góðu samstarfi við sveitarfélagið, sem er eigandi húsnæðisins sem skólinn er starfræktur í.

    Bæjarráð fagnar framtakinu og tekur jákvætt í erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kemur fram að sambandið vinni að umsögn um drög að lagafrumvarpi um breytingar á ákvæðum um fiskeldi.
    Umsagnarfrestur er til 9. febrúar n.k.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Valur Hilmarsson og Gunnar I. Birgisson.

    Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem Fjallabyggð er aðild að. Unnið er að því í ráðuneytinu að afla heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga sveitarfélaga um land allt og leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum. Frestur til að skila upplýsingum er til 1. mars n.k.

    Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 50. fundi fræðslu- og frístundanefndar sem haldinn var 31. janúar 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.