Samningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2018

Málsnúmer 1801099

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 23.02.2018

Undir þessum lið fundargerðar mættu fulltrúar Félags eldri borgara í Ólafsfirði, Svava Björg Jóhannsdóttir, formaður félagsins, Ásdís Pálmadóttir og Einar Þórarinsson til að ræða endurnýjun á samstarfssamningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði.
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að endurnýjuðum samningi fyrir árið 2018 og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 545. fundur - 06.03.2018

Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Lögð fram drög að samstarfssamningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði. Fjallabyggð hefur nú afnot af húsinu á virkum dögum vegna dagþjónustu við eldri borgara.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.