Erindi frá nemendaráði vegna húsnæðis Neons

Málsnúmer 1801019

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 08.01.2018

Erindi hefur borist frá nemendaráði vegna húsnæðis Neons.
Í bréfinu fer nemendaráð, fyrir hönd nemenda í 8.-10.bekk Grunnskóla Fjallabyggðar, yfir galla þess húsnæðis sem nú er nýtt undir félagsmiðstöð. Nemendaráð hvetur til þess að framtíðarhúsnæði í eigu Fjallabyggðar verði fundið undir starfsemina sem einnig mætti nýta undir tómstundastarfsemi annarra aldurshópa og að hugsað sé um aðgengi fyrir alla að því húsnæði.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar nemendaráði fyrir málefnalegt og gott bréf. Unnið er að úrlausn á framtíðarhúsnæði Neons.