Samstarf Mundo-ferðaskrifstofu við Fjallabyggð

Málsnúmer 1712045

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 08.01.2018

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva.
Innsent erindi frá Mundo-ferðaskrifstofunni þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð. Um er að ræða móttöku á 10-15 spænskum ungmennum á aldrinum 13-16 ára sumarið 2018. Þau myndu dvelja í Fjallabyggð í mánuð, á jafnmörgum heimilum. Mundo sér um að finna fjölskyldur fyrir ungmennin og verður með manneskju sem sinnir þeim á meðan á dvöl stendur ef eitthvað kemur upp á. Með erindinu er óskað eftir því að Fjallabyggð lofi spænsku ungmennunum að taka þátt í unglingavinnunni eins og íslensku „systkinum“ þeirra.
Fræðslu- og frístundarnefnd samþykkir erindi ferðaskrifstofunnar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við forsvarsmenn verkefnisins.