Ljósleiðari í Fjallabyggð, samstarfssamningur

Málsnúmer 1712034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29.12.2017

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Tekin fyrir drög að samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Tengis hf. um styrkveitingu til uppbyggingu ljósleiðaranets í dreifbýli. Í nóvember sl. var tilkynnt að Fjallabyggð hefði fengið styrk úr verkefninu Ísland ljóstengt og samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun mun Fjallabyggð greiða 3.500.000 kr. til verkefnisins á árinu 2018.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur staðgengli bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.