Bréf frá foreldrum 2.bekkjar nóv. 2017

Málsnúmer 1711070

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 05.12.2017

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar,.
Skólastjóri fór yfir bréf sem skólastjórnendum og skólayfirvöldum barst frá Óskari Þórðarsyni fyrir hönd foreldra 2.bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Í bréfinu lýsa foreldrar yfir áhyggjum sínum af líðan og námsaðstæðum barna sinna í fjölmennum bekk. Í bréfinu eru settar fram fjórar spurningar sem óskað er svara við.
Skólastjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, fyrir hönd Fræðslu- og frístundanefndar, munu svara spurningum foreldra. Fullur vilji bæjaryfirvalda hefur ávalt verið til að mæta því skipulagi skólastarfs sem skólastjórnendur telja best hverju sinni.