Tjarnarborg - einföldun gjaldskrár

Málsnúmer 1711069

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 38. fundur - 23.11.2017

Tjarnarborg- einföldun gjaldskrár. Markaðs- og menningarnefnd leggur til breytingu á gjaldskrá Tjarnarborgar til einföldunnar. Breytingin felst í því að leiga sé föst tala óháð vikudegi eða tíma dags. Breytingin tæki gildi 1.janúar 2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 06.12.2017

Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar.

Farið var yfir gjaldskrá Tjarnarborgar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útbúa drög að gjaldskrá fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12.12.2017

Tekin fyrir drög að gjaldskrá menningarhússins Tjarnarborgar fyrir árið 2018. Gjaldskráin hefur verið einfölduð og aðlöguð að notkun hússins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 10.01.2018

Undir þessum lið sat umsjónarmaður Tjarnarborgar og fór yfir gjaldskrá menningarhússins 2018. Gjaldskráin hefur verið einfölduð frá því sem verið hefur. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir gjaldskránna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Einnig vill nefndin þakka Kvenfélaginu Æskunni fyrir gjöf til Tjarnarborgar. Gjöfin er tvöfalt vöfflujárn.