Innsent erindi vegna starfsemis félagsmiðstöðvarinnar Neon

Málsnúmer 1711023

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 08.01.2018

Erindi hefur borist frá foreldri þar sem bent er á að vegna þess að opnunartími félagsmiðstöðvar sé til kl. 22.00 séu unglingar á leið heim með rútu eftir að útivistartíma þeirra lýkur. Í erindinu er lagt til að flýta starfseminni um hálftíma eða stytta opnun þannig að henni ljúki kl. 21.30. Einnig komu fram athugasemdir varðandi staðsetningu félagsmiðstöðvarinnar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir erindið en telur ekki ástæðu til að breyta fyrirkomulagi og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar að svo stöddu.