Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017

Málsnúmer 1711021F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 152. fundur - 29.11.2017

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Á 38. fundi markaðs- og menningarnefndar 23. nóvember 2017 var farið yfir styrkumsóknir til menningarmála og vísaði nefndin tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til menningarmála og vísar henni til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Farið yfir umsóknir um styrk á móti fasteignaskatti félagasamtaka 2018.
    Niðurstaðan er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2018.

    Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í febrúar 2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Farið yfir styrkumsóknir.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að úthlutun styrkja til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Á 47. fundi fræðslu- og frístundanefndar 20. nóvember 2017 var farið yfir styrkumsóknir til frístundamála og vísaði nefndin tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til frístundamála með áorðnum breytingum og vísar henni til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Tekin til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

    1. Hvati - Nóri - Stund.

    Tekið var til skoðunar að nýta vefumsjónarkerfið til að halda utan um ráðstöfun frístundastyrkja og nýtingu á íþróttamannvirkjum.

    Bæjarráð samþykkir að nýta ekki vefumsjónakerfið.

    2. Flugklasinn Air66N.

    Beiðni um áframhaldandi aðkomu Fjallabyggðar að verkefninu árin 2018 og 2019.

    Bæjarráð samþykkir beiðnina.

    3. Aðstöðuhús við Brimnes

    Erindi frá Helga Jóhannssyni þar sem óskað er eftir því að komið verði upp aðstöðuhúsi fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði. Áætlaður kostnaður er um kr. 5.000.000.
    Bæjarráð hafnar erindinu.

    4. Frístundastarf á sumrin fyrir 3.- 7. bekk.

    Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun við kofabyggð sumarið 2018.

    5. Álfhóll - hringsjá.

    Erindi frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur þar sem óskað er eftir því að aðgengi að hringsjánni á Álfhól, Siglufirði, verði bætt. Áætlaður kostnaður er um 6 til 7 milljónir króna.

    Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu.

    6. Ágangur búfjár í landi Brimnes í Ólafsfirði.

    Erindi frá Sigurjóni Magnússyni vegna ágangs búfjár í landi Brimnes.

    Gert er ráð fyrir kostnaði við girðingarvinnu við bæjarmörkin í Ólafsfirði til að takmarka ágang búfjárs í þéttbýli.

    7. Örnefnafélagið Snókur - heimasíða

    Erindi frá Örnefnafélaginu Snók um að heimasíðan snokur.is verði vistuð undir vefsíðu Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir erindið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • .6 1711060 Jólaaðstoð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Lögð fram beiðni um jólaaðstoð, dagsett 17. nóvember, frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi Kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð.

    Þar sem félagsmáladeild bæjarins er með jólaaðstoð fyrir sína skjólstæðinga hafnar bæjarráð beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.