Svæðislokanir fyrir dragnót

Málsnúmer 1709053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19.09.2017

Lagt fram til kynningar bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 12. september 2017, til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna vinnu starfshóps um heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndarsvæði á Íslandsmiðum. Starfshópurinn hefur skilað minnisblaði um reglur sem gilda um dragnótaveiðar og og er m.a. fjallað um tímabundnar svæðalokanir fyrir dragnót sem settar voru á árið 2010. Aðildarsveitarfélögum er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri við ráðuneytið til og með 26. september n.k.