Ágangur búfjár í landi Brimnes í Ólafsfirði

Málsnúmer 1709019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12.09.2017

Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið af fundi.

Tekið fyrir erindi frá Sigurjóni Magnússyni, Ólafsfirði, þar sem þess er krafist að Fjallabyggð bregðist við ágangi búfjár og sjái til þess að eigendur búfjárins eða starfsmenn Fjallabyggðar reki það í burtu af lóð hans. Þá er þess krafist að Fjallabyggð girði þéttbýlið af.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19.09.2017

Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis um ágang búfjár í landi Brimness í Ólafsfirði, sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 12. september sl.
Var þess krafist að Fjallabyggð brygðist við ágangi búfjár og að þéttbýli Fjallabyggðar yrði girt af.

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að þéttbýlið í Ólafsfirði er girt af og nær girðingin að Brimnesá til norðurs. Í sumar hafi búfénaður sótt yfir ána og þannig komist inn í þéttbýlið. Til að koma í veg fyrir þennan ágang þarf að framlengja girðinguna yfir Brimnesá og norður fyrir Múlagöng. Áætlaður kostnaður við girðinguna er 2-2,5 milljón kr.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við Vegagerðina um mögulega kostnaðarþátttöku og samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.