Starfsemi Neon 2017-2018

Málsnúmer 1708050

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 02.10.2017

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon í vetur.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 08.01.2018

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starf vetrarins í félagsmiðstöðinni. Ágæt mæting hefur verið í vetur. Deildarstjóri kynnti hugmynd umsjónarmanns, Daníelu Jóhannsdóttur, um að fjáröflun fyrir Samfésferð í lok mars verði í formi góðgerðarviku, þar sem unglingar taka að sér ýmis góðverk fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir gegn styrk til ferðarinnar. Útfæra þarf góðgerðavikuna og auglýsa í samfélaginu.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 18. fundur - 18.04.2018

Undir þessum lið sat Daníela Jóhannsdóttir umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Neons.

Daníela fór yfir starfið í Neon í vetur. Starfsemin hófst um miðjan september. Starfið í vetur hefur verið fjölbreytt. Fyrir utan hefðbundna opnun í Neon var gistinótt í grunnskólanum, Góðgerðarvikan, undankeppni Söngkeppni Samfés, bíóferð, ballferðir á Dalvík, allskonar keppnir í Neon, fyrirlesturinn Fokk me, fokk you, Litla Samfés, Samfestingurinn og ýmislegt annað. Mæting í Neon var mjög góð framan af vetri, hefur dvínað nú þegar líður á veturinn.
Ungmennaráð ítrekar nauðsyn þess að framtíðarhúsnæði verði fundið fyrir félagsmiðstöðina, húsnæði sem nýst gæti fyrir félagsstarf annarra aldurshópa eða Ungmennahús. Fram kom að ekkert er um að vera fyrir aldurshópinn 16-18 ára og húsnæði sem hópurinn getur haft afnot af fyrir tómstundastarf væri til mikilla bóta.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23.05.2018

Undir þessum lið sat Daníela Jóhannsdóttir umsjónarmaður Neons.

Daníela fór yfir starfið í vetur. Starfið hefur verið fjölbreytt og mæting með ágætum. Starfstími Neons var 22.september - 11 maí. Húsnæðismál háir starfsemi Neons, það er mjög mikilvægt að finna starfseminni framtíðar húsnæði. Nefndin þakkar Daníelu fyrir greinargóða kynningu og það góða starf sem hún hefur haldið úti í vetur.