Gangstéttaframkvæmdir við Kirkjuveg í Ólafsfirði

Málsnúmer 1706042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 507. fundur - 27.06.2017

Lagður fram undirskriftarlisti íbúa við Kirkjuveg í Ólafsfirði.
Í erindi íbúa við Kirkjuveg er óskað eftir því að steypt verði gangstétt við götuna.
Í umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar er lagt til að settur verði malbikskantur þar sem stéttin byrjar líkt og gert hefur verið annars staðar í bænum. Kostnaður við þá aðgerð gæti numið um kr. 1.000.000.-.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 513. fundur - 08.08.2017

Lagt fram erindi frá Hrafnhildi Ýr Denke Vilbertsdóttur fyrir hönd íbúa við Kirkjuveg í Ólafsfirði, dags. 25. júlí 2017, þar sem óskað er eftir því að bæjarráð endurskoði ákvörðun sína um gangstéttarframkvæmdir við götuna.

Bæjarráð ítrekar fyrri ákvörðun sína.