Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017

Málsnúmer 1705016F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 148. fundur - 21.06.2017

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir miðbæ Siglufjarðar.

  Nefndin samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 var auglýst frá 10.apríl - 24.maí 2017, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Lagðar fram umsagnir frá Vegagerðinni, Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, Dalvíkurbyggð og Sveitarfélaginu Skagafirði sem gera ekki athugasemd við tillöguna.

  Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Tillaga deiliskipulags tveggja athafnalóða norðan Hafnarbryggju, var auglýst frá 10.apríl - 24.maí 2017, í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Umsögn barst frá Vegagerðinni sem gerði ekki athugasemdir við tillöguna og ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun. Eftirfarandi breytingar voru gerðar vegna ábendinga Skipulagsstofnunar:
  Kafla 1.8 Almannaréttur, var bætt við greinargerðina. Göngustígur skilgreindur meðfram strandlínu og lóðir minnkaðar sem því nemur. Byggingareitir minnkaðir í línu við suðurhlið Tjarnargötu 2-4.

  Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lagður fram breytingaruppdráttur fyrir deiliskipulag Eyrarflatar þar sem breyting er gerð á fyrirkomulagi gatna, lóða og byggingarreita sunnan núverandi byggðar við Eyrarflöt.

  Nefndin samþykkir að auglýsa framlagða breytingu deiliskipulags í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lagt fram bréf húseigenda Hvanneyrarbrautar 26 þar sem fram koma þeirra sjónarmið vegna afgreiðslu 212.fundar skipulags- og umhverfisnefndar þar sem umsókn um byggingarleyfi var hafnað.

  Nefndin áréttar fyrri afgreiðslu og ítrekar rétt húseigenda til að vísa niðurstöðu bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram umsókn Skeljungs hf. um lóð að Vesturtanga 18 fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrirtækisins. Sé ekki hægt að verða við umsóknni er óskað eftir því að sveitarfélagið komi með tillögu að staðsetningu fyrir eldsneytisafgreiðsluna.

  Beiðni Skeljungs hf. er hafnað, þar sem umræddri lóð hefur nú þegar verið úthlutað. Varðandi beiðni um tillögu að staðsetningu fyrir lóð undir sjálfsafgreiðslustöð með ofanjarðardísilsölutank þá er ekki gert ráð fyrir því í skipulagi þéttbýlisins á Siglufirði.

  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Bæjarráð vísar umsókn um niðurrif á húsinu við Hverfisgötu 17, til skipulags- og umhverfisnefndar.

  Nefndin samþykkir niðurrif hússins Hverfisgötu 17, Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lagt fram bréf dags. 04.05.17 frá Helga Jóhannssyni um aðstöðuhús fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði.

  Bæjarráð óskaði eftir kostnaðarmati á verkefninu frá deildarstjóra tæknideildar.

  Nefndin óskar eftir kostnaðarmati og nánari útfærslu á tillögunni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram umsókn húseiganda að Hólavegi 5, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja svalir við suðurhlið hússins.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram ósk um að drasl við Vetrarbraut 19a verði fjarlægt svo hægt sé með góðu móti að komast um Vetrarbrautina.

  Tæknideild falið að láta fjarlægja umrætt drasl við Vetrarbrautina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram ábending um að umhverfið við Strandgötu í Ólafsfirði sé ábótavant vegna ýmiskonar lausamuna á lóðum við götuna. Óskað er eftir því að eitthvað verði gert til að bæta ásýnd götunnar.

  Tæknideild falið að senda lóðarhöfum bréf og óska eftir tafarlausum úrbótum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram umsókn húseiganda við Túngötu 40 þar sem sótt er um leyfi til að setja 6 Velux þakglugga, þrjá á hvora hlið hússins.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Landeigandi Hlíðar óskar eftir umsögn nefndarinnar vegna landaskipta á Neskotslóðinni í landi Hlíðar í Ólafsfirði.

  Nefndin gerir ekki athugasemd við landaskipti á Neskotslóðinni í landi Hlíðar í Ólafsfirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Aðstandendur Þjóðlagahátíðar á Siglufirði óska eftir leyfi til að setja skilti gengt Samkaup sem auglýsir að Þjóðlagahátíðin sé í gangi.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram umsókn um leyfi til að útbúa forstofu á NV-horni hússins við Aðalgötu 15, Siglufirði.

  Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki húsfélags, þar sem um fjöleignarhús er að ræða. Einnig bent á að uppfæra þarf eignaskiptasamning í samræmi við umsóknina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 1. júní 2017 Lögð fram til kynningar matslýsing vegna kerfisáætlunar Landsnets 2017-2026. Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.