Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017

Málsnúmer 1704007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 146. fundur - 17.05.2017

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Á fundinn mætti Konráð K. Baldvinsson til að kynna hugmyndir og áætlanir Ýmis fasteignafélags ehf. vegna umsóknar um byggarétt á lóðum við Eyrarflöt.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og Konráð mun skila inn drögum að breyttu deiliskipulag til tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Tæknideild falið að hefja vinnu við deiliskipulag malarvallarins á Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Lagt fram bréf húseigenda við Túngötu 31b þar sem fyrirhuguðum byggingaráformum er mótmælt.

    Umsókn um byggingarleyfi er hafnað með 3 atkvæðum, einn situr hjá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
    Bæjarstjórn ítrekar heimild málsaðila til að skjóta niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála eins og fram kemur í svarbréfi skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Lögð fram umsókn þar sem óskað er eftir uppsetningu á skilti við Hvanneyrarbraut og afleggjarann niður að Bakka, Siglufirði. Skiltið mun draga fram tenginguna á milli Mjallhvítar og Siglufjarðar, með fróðleik fyrir þá sem sækja Siglufjörð heim.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að fá nánari upplýsingar um útfærslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Lögð fram drög að lóðarleigusamning ásamt lóðarblaði fyrir veituhús Rarik við Bæjarbryggju.

    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Umræða tekin um gámaleyfi í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Umræða tekin um sorphirðu í frístundabyggð Fjallabyggðar.

    Tæknideild falið að setja upp gáma til reynslu, fyrir utan gámasvæðin sem myndu þjóna ferðamönnum og sumarhúsaeigendum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Umræða tekin um rusl á lóðum og á víðavangi í Fjallabyggð. Tæknideild falið að senda hvatningarbréf til lóðarhafa þar sem óviðunandi ástand er. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Lögð fram verk- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Óskað er eftir umsögn eða ábendingum.

    Nefndin gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Landeigandi Hlíðar óskar eftir umsögn nefndarinnar vegna landaskipta á Neskotslóðinni í landi Hlíðar í Ólafsfirði.

    Erindi frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 3. maí 2017 Óskað eftir áliti nefndarinnar vegna fyrirhugaðs fjárhúss á landspildu lögbýlisins Hlíðar í Ólafsfirði.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið.



    Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.