Ritfangakaup í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1703051

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14.08.2017

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.

Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017 var ákveðið að leggja fjármagn í kaup á ritföngum fyrir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar. Við skólabyrjun mun skólinn afhenda nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu. Ritfangapakkinn er svipaður milli árganga og felur í sér skriffæri, stíla- og reikningsbækur, skæri, teygjumöppu, tréliti, reglustikur o.s.frv. eftir þörfum hvers árgangs. Það sem ekki er í ritfangapakkanum þurfa foreldrar að útvega.