Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018

Málsnúmer 1702002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24.11.2017

Tekin til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

1. Hvati - Nóri - Stund.

Tekið var til skoðunar að nýta vefumsjónarkerfið til að halda utan um ráðstöfun frístundastyrkja og nýtingu á íþróttamannvirkjum.

Bæjarráð samþykkir að nýta ekki vefumsjónakerfið.

2. Flugklasinn Air66N.

Beiðni um áframhaldandi aðkomu Fjallabyggðar að verkefninu árin 2018 og 2019.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

3. Aðstöðuhús við Brimnes

Erindi frá Helga Jóhannssyni þar sem óskað er eftir því að komið verði upp aðstöðuhúsi fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði. Áætlaður kostnaður er um kr. 5.000.000.
Bæjarráð hafnar erindinu.

4. Frístundastarf á sumrin fyrir 3.- 7. bekk.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun við kofabyggð sumarið 2018.

5. Álfhóll - hringsjá.

Erindi frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur þar sem óskað er eftir því að aðgengi að hringsjánni á Álfhól, Siglufirði, verði bætt. Áætlaður kostnaður er um 6 til 7 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu.

6. Ágangur búfjár í landi Brimnes í Ólafsfirði.

Erindi frá Sigurjóni Magnússyni vegna ágangs búfjár í landi Brimnes.

Gert er ráð fyrir kostnaði við girðingarvinnu við bæjarmörkin í Ólafsfirði til að takmarka ágang búfjárs í þéttbýli.

7. Örnefnafélagið Snókur - heimasíða

Erindi frá Örnefnafélaginu Snók um að heimasíðan snokur.is verði vistuð undir vefsíðu Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27.11.2017

Golfklúbbur Fjallabyggðar
Golfklúbburinn óskaði eftir endurnýjun á rekstrar- og framkvæmdarstyrk.
Bæjarráð samþykkir að endurnýja rekstrarsamning við golfklúbbinn að upphæð 2.800.000 og að gerður verði framkvæmdarstyrkur til fjögurra ára að upphæð 4.000.000 kr. ár hvert.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12.12.2017

Tekin til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

1. Strætóskýli við Múlaveg

Skipulags- og umhverfisnefnd beindi því til bæjarráðs 9. október 2017 að sett yrði upp strætóskýli við Múlaveg í Ólafsfirði.

Bæjarráð hefur samþykkt kaup á stærra strætóskýli við Snorragötu á Siglufirði vegna aukins fjölda farþega við þá stoppistöð. Strætóskýlið sem fyrir var verður flutt að Múlavegi í Ólafsfirði.

2. Styrkumsókn frá Félagi eldri borgara í Ólafsfirði

Félag eldri borgara í Ólafsfirði óskaði eftir styrk vegna viðgerðar á hurð í Húsi eldri borgara í Ólafsfirði. Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 669.600 kr.

3. Tekið fyrir erindi frá Kristjáni Haukssyni vegna tjaldsvæðisins Í Ólafsfirði, þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til þess að ljúka framkvæmdum við tjaldsvæðið á árinu 2018. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við tjaldsvæðið verði lokið á árinu. Grillhús hefur verið keypt og verður sett upp næstkomandi sumar. Einnig bendir Kristján á ýmislegt er varðar fegrun umhverfisins og vísar bæjarráð þeim ábendingum til skipulags- og umhverfisnefndar. Bæjarráð þakkar Krisjtáni fyrir ábendingarnar.

4. Tekin fyrir ábending frá Inga Reyndal vegna umhirðu við vatnsbakka Ólafsfjarðarvatns við Bylgjubyggð. Bæjarráð þakkar Inga ábendinguna og vísar málinu til úrlausnar skipulags- og umhverfisnefndar.

5. Tekið fyrir erindi frá Helga Jóhannssyni um heftingu á útbreiðslu lúpínu í sveitarfélaginu. Bæjarráð þakkar Helga fyrir erindið. Ekki er gert sérstaklega ráð fyrir fjármagni til heftingar á útbreiðslu lúpínu í fjárhagsáætlun árið 2018.