Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit hjá Mannvirkjastofnun

Málsnúmer 1701078

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundur - 31.01.2017

Í erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, frá 19. janúar 2017, er óskað umsagnar fyrir 10. febrúar 2017, um framkomin drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

Bæjarráð óskar eftir umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Ámunda Gunnarssyni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 07.02.2017

Á 485. fundi bæjarráðs, 31. janúar 2017, var tekin fyrir ósk Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um umsögn varðandi framkomin drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Ámunda Gunnarssyni.

Lögð fram jákvæð umsögn um drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

Bæjarráð samþykkir að senda umsögnina til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.