Hvati - Nóri - Stund

Málsnúmer 1701056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24.01.2017

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar um þrjú vefumsjónarkerfi sem er sérhannað til að halda utan um ráðstöfun frístundastyrkja, nýtingu á íþróttamannvirkjum og yfirsýn og utanumhald á hvatagreiðslum.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum áður afstaða verður tekin til málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundur - 31.01.2017

Á 484. fundi bæjarráðs, 24. janúar 2017, var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar um þrjú vefumsjónarkerfi sem eru sérhönnuð til að halda utan um ráðstöfun frístundastyrkja, nýtingu á íþróttamannvirkjum og yfirsýn og utanumhald á hvatagreiðslum.
Bæjarráð óskaði eftir frekari upplýsingum áður en afstaða yrði tekin til málsins.

Viðbótargögn lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að vísa þessu máli til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.