Áætlun vegna dekkjakurls

Málsnúmer 1701046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17.01.2017

Lögð fram til kynningar áætlun Umhverfis- og auðlindaráðherra um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum, ásamt tillögu og skilagrein starfshóps sem vann að henni.

Á fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2017 er gert ráð fyrir að dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminna efni á íþróttavöllum.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og frístundanefndar og deildarstjóra tæknideildar.