Sorphirða í Fjallabyggð 2017 - athugasemdir

Málsnúmer 1701017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundur - 31.01.2017

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð að hann hefði fengið ábendingu frá íbúum í Fjallabyggð varðandi sorphirðu, þar sem innihald allra þriggja tunna var losað í sama sorphirðubílinn og þar af leiðandi flokkun ekki til neins. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað vegna aukins flutningskostnaðar og kostnaðar við sorpurðun.
Þetta stríðir á móti þeim markmiðum sem bæjarfélagið hefur sett sér í umhverfismálum.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins varðandi þetta mál.


Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 07.02.2017

Á 485. fundi bæjarráðs, 31. janúar 2017, var tekin fyrir ábending frá íbúum í Fjallabyggð varðandi sorphirðu, þar sem innihald allra þriggja tunna var losað í sama sorphirðubílinn.
Bæjarráð fól deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins varðandi þetta mál.

Svar Íslenska gámafélagsins, dagsett 1. febrúar lagt fram.
Beðist er velvirðingar á þessu atviki og m.a. kemur fram í svarinu að búið sé að fara yfir málið til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Í tengslum við sorphirðumál, samþykkir bæjarráð að í sumar verið farið í kynningu meðal íbúðareigenda, vegna flokkunar sorps.
Jafnframt verði deildarstjóra tæknideildar falið að skýra betur flokkun heimilissorps á heimasíðu bæjarfélagsins.