Reglur Fjallabyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 1612023

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 19.01.2017



Samþykkt
Lögð fram tillaga um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur. Gildistaka laganna er 1. janúar 2017 og leysa þau af hólmi eldri lög um húsaleigubætur.
Sérstökum húsnæðisstuðningi sveitarfélaga er ætlað að lækka greiðslubyrgði vegna húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum:
a) lágra tekna/lítilla eigna,
b) þungrar framfærslubyrði og
c) félagslegra aðstæðna.
Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24.01.2017

Á 103. fundi félagsmálanefndar, 19. janúar 2017, var lögð fram tillaga að sérstökum húsnæðisstuðningi í samræmi við lög nr. nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.
Gildistaka laganna er 1. janúar 2017 og leysa þau af hólmi eldri lög um húsaleigubætur.
Sérstökum húsnæðisstuðningi sveitarfélaga er ætlað að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum:
a) lágra tekna/lítilla eigna
b) þungrar framfærslubyrði og
c) félagslegra aðstæðna.
Félagsmálanefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.