Fundur með erlendum ráðgjöfum um flugmál

Málsnúmer 1611039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15.11.2016

Lagt fram fundarboð til bæjarfélagsins í tengslum við starf flugklasans AIR 66N.
Flugklasinn mun halda fund þann 22. nóvember n.k. á Akureyri, þar sem erlendir ráðgjafar munu segja frá ferlinu við að ná flugi inn á nýja áfangastaði, hvað þarf til og hverjar eru helstu áskoranirnar í því starfi.

Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir sæki fundinn.