Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi Skógræktarfélags Siglufjarðar

Málsnúmer 1611006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar, dagsett 29. október 2016, þar sem óskað er eftir endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi bæjarins og skógræktarfélagsins svo og hækkun á rekstrarframlagi. Jafnframt er bæjarfélaginu þakkaður stuðningur í gegnum tíðina og sérstaklega vegna framkvæmda síðasta sumars.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við skógræktarfélagið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20.06.2017

Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi og hækkun á árlegu framlagi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að samnningi á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 507. fundur - 27.06.2017

Umsögn bæjarstjóra mun liggja fyrir á næsta fundi. Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 508. fundur - 04.07.2017

Lögð fram umsögn bæjarstjóra og drög að samningi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og styrk til Skógræktarfélagsins að upphæð kr. 100.000 vegna móttöku erlendra gesta. Sá styrkur færist af lið 21520.