Nýr rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1610089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 01.11.2016

Í fréttatilkynningu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, kemur fram að skrifað var undir rammasamning um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila þann 21. október sl.
Þetta er fyrsti heildstæði samningurinn hér á landi um þjónustu hjúkrunarheimila.
Samningurinn tók gildi þann 1. október sl. og er gildistími hans til ársloka 2018 með heimild til framlengingar til ársloka 2020.

Ef öll hjúkrunarheimili segja sig á samninginn munu greiðslur ríkisins vegna þjónustunnar hækka samtals um 1,5 ma. kr. á ársgrundvelli.

Þá felst hluti samkomulagsins um rammasamninginn í að ríkið yfirtekur rúmlega 3 ma.kr. lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila á vegum sveitarfélaga.

Vilji hjúkrunarheimili segja sig á samninginn og starfa samkvæmt honum, skal það senda tilkynningu þar um til Sjúkratrygginga Íslands fyrir 15. nóvember 2016 og telst það þá aðili að samningnum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn forstöðumanns Hornbrekku Rúnars Guðlaugssonar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, var fjallað um fréttatilkynningu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, um undirritun rammasamnings um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn forstöðumanns Hornbrekku Rúnars Guðlaugssonar.

Umsögn lögð fram.

Í umsögn kemur m.a. fram að samkvæmt samningnum hækka greiðslur fyrir dvalarrými um 9,0% og hjúkrunarrými um 5,4%, og lífeyrisskuldbindingar eru yfirteknar af hálfu ríkisins. Forstöðumaður telur rétt að Hornbrekka gerist aðili að samningnum.

Bæjarráð fagnar nýjum rammasamningi um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila.