Reglur sveitarfélaga um húsnæðismál og staðan í vinnu við leiðbeiningar velferðarráðuneytisins

Málsnúmer 1610088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 01.11.2016

Lagðar fram til kynningar reglur um húnæðismál og stöðuna í vinnu við leiðbeiningar Velferðaráðuneytisins.

Lög um húsnæðismál gera ráð fyrir að sveitarfélög setji sér reglur um þau verkefni sem lögin fela þeim að framkvæma.
Fyrst og fremst er um að ræða:
(1) Reglur um meðferð umsókna um stofnframlög og veitingu framlaganna, sbr. 14. gr. laga um almennar íbúðir og reglugerð um stofnframlög.
(2) Reglur um leigufjárhæð í íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélags, sbr. 21. gr. laga um almennar íbúðir.
(3) Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sem sveitarfélög veita til viðbótar húsnæðisbótum, sbr. 32. gr. laga um húsnæðisbætur (tekur gildi um næstu áramót).
(4) Reglur um úthlutun íbúðarhúsnæðis á vegum sveitarfélaga, sbr. lög um húsnæðismál, lög um málefni fatlaðs fólks og fleiri lagaákvæði.

Bæjarráð samþykkir að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar í félagsmálanefnd.