Erindi, tillögur og/eða ábendingar v. fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1610023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

Lagt fram erindi Önnu Hermínu Gunnarsdóttur, móttekið 3. október 2016, er snýr að íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði.
Um er að ræða ábendingu er varðar uppsetningu á kaldavatnskeri, lagfæringu á þaki íþróttahússins og loftræsikerfinu.
Einnig er lögð fram fyrirspurn um hvenær farið verði í endurbætur á íþróttamiðstöðinni og að bráðabirgðatengigangur verði fjarlægður.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna kostnað við uppsetningu og staðsetningu kaldavatnskara.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18.10.2016



Lagðar fram til kynningar ábendingar varðandi fjárhagsáætlun 2017 frá:
a) Helga Jóhannssyni
b) Elsu Guðrúnu Jónsdóttur
c) Hestamannafélaginu Gnýfara

Bæjarráð þakkar ábendingarnar og samþykkir að vísa erindunum til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25.10.2016

Lagðar fram til kynningar ábendingar varðandi fjárhagsáætlun 2017 frá:
a) Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar
b) Þorvaldi Hreinssyni

Bæjarráð þakkar ábendingarnar og samþykkir að vísa erindunum til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Teknar til umfjöllunar tillögur og/eða ábendingar vegna fjárhagsáætlunar 2017.

a. Helgi Jóhannsson

1. Svæðið austan við Tjarnarborg verði tekið í gegn t.d. hellulagt. Tengt betur við brekkuna sunnan við sem er oft notuð t.d. á 17.júní og sjómannadaginn.
2. Hurð söguð á suðurstafninn og þá er komið betra aðgengi út á pallinn.
3. Byggja létt skýli yfir núverandi pall.
4. Minni á tillögu mína frá í fyrra með að setja niður tvö varanleg tréhús ca 9 fm sunnan Tjarnarborgar til að nota við ýmis tækifæri.

Vegna liða 1 til 4 vill bæjarráð upplýsa að áfram verði haldið með endurbætur í Tjarnarborg og á m.a. að endurgera eldhúsaðstöðu og fleira á næsta ári fyrir tíu milljónir kr.

5. Malbika vegslóða að tjaldsvæðinu í Ólafsfirði.

Malbikun á vegslóðanum er á framkvæmdaáætlun 2017.

6. Hvar eru framkvæmdirnar á tjaldsvæðinu sem átti að fara í s.s. grillhúsið.

Á árinu 2015, var stór hluti tjaldsvæðisins hækkaður og tyrftur, og á næsta ári verður lokið við grillaðstöðu og fleira.

7. Setja meira fjármagn í "jólabæinn Ólafsfjörð". Að bærinn auki við jólaskreytingar og fái íbúa með sér í lið í samstarfi við þann hóp einstaklinga sem sett hafa upp viðburð í desember í Ólafsfirði.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

8. Löngu tímabært að gert verði átak í að malbika göngustíga, gamla sem nýja.

Gert er ráð fyrir malbikun göngustíga í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins á næsta ári.

9. Gert verði raunverulegt átak í að þurrka upp svæðið og laga, sem er vestan- og sunnan við bílastæði íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði.

Bæjarráð þakkar góða ábendingu og bendir á að gert er ráð fyrir að fara í lagfæringu á þessu svæði á næsta ári.

10. Svæðið/planið vestan við Samkaup í Ólafsfirði verði hreinsað. Akvegur milli hafnasvæða færður nær grjóthleðslu og gerður göngustígur. Reynt verði að gera hafnarsvæðið meira aðlaðandi. Gera má t.d. afmarkað plan að sem hægt er að vera með gamlar ljósmyndir af höfninni og sögu útgerðar í Ólafsfirði.

Bæjarráð tekur undir að hreinsa þarf ofangreint svæði og upplýsir að tengivegur milli Aðalgötu og hafnarsvæðis verður malbikaður á næsta ári. Þá óskar bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um hreinsun bílhræja og annars úrgangs á svæðinu.

b. Hestamannafélagið Gnýfari
1. Eftir er að ganga betur frá framræstingu á svæðinu við Brimvelli þannig að vatnið komist leiðar sinnar út í sjó, sérstaklega í leysingum á vorin, en sé ekki heft ofan vega og jarðvegshauga og skapi þannig vanda fyrir húseigendur á svæðinu.

2. Frágangur á svæðinu vestan óss í Ólafsfirði, eftir að jarðgangaframkvæmdum lauk.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna ábendinganna.

c. Elsa Guðrún Jónsdóttir

Malbikun á gönguskíðahringnum í Ólafsfirði, 3,3 km, sem yrði til þess að hann yrði einnig nýttur á sumrin.

Bæjarráð þakkar ábendinguna, en sér sér ekki fært að framkvæma verkið á næsta ári.

d. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
1. Aðalvöllur KF Ólafsfirði - endurbætur á syðsta hluta aðalvallar.
2. Sjoppuaðstaða á Ólafsfjarðarvelli.
3. Framtíðarsýn vegna vetraraðstöðu - kostnaðargreining á innanhússvelli með gervigrasi, ásamt frjálsíþróttaaðstöðu o.fl. tengdu íþróttastarfi yfir vetrartímann.
4. Endurbætur á stúkuaðstöðu á Ólafsfjarðarvelli.
5. Bílastæði við vallarhús Ólafsfirði.

Bæjarráð þakkar ábendingarnar.
1. Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
2. Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati á að lagfæra núverandi húsnæði eða staðsetja gámaeiningu við völlinn.
3. Bæjarráð bendir á að slík framkvæmd kosti hundruði milljóna og er ekki á færi bæjarfélagsins að svo stöddu.
4. Bæjarráð bendir á að endurbætur á stúkuaðstöðunni eru á höndum KF samkvæmt rekstrarsamningi.
5. Bæjarráð sér sér ekki fært að framkvæma verkið á næsta ári, en bendir á að þessi framkvæmd sé í framtíðar framkvæmdaplönum bæjarfélagsins.

e. Anna Hermína Gunnarsdóttir
1. Kaldavatnskör í íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, varðandi kostnað.

Bæjarráð samþykkir kaup og uppsetningu á kaldavatnskörum við báðar sundlaugar bæjarfélagsins.

2. Endurbætur á þaki og loftræstikerfi íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði
Í viðhaldsáætlun bæjarfélagsins er gert ráð fyrir lagfæringu á þaki og sal íþróttahússins.
Óskað er eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi loftræstikerfið.

3. Endurbætur á bráðabirgðatengigangi milli sundlaugar og íþróttahúss á Siglufirði.
Bæjarráð sér sér ekki fært að framkvæma endurbætur á bráðabirgðatengigangi að svo stöddu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15.11.2016

Teknar til umfjöllunar ábendingar vegna fjárhagsáætlunar 2017 frá Þorvaldi Hreinssyni.

1. Ábending um uppsetningu sveitarfélagsmerkis við bæjarmörk Fjallabyggðar.
Bæjarráð tekur jákvætt í ábendingu um uppsetningu á sveitarfélagsmerki við bæjarmörk Dalvíkurbyggðar.
2. Ábending um vísun á upplýsingaskilti við snjóflóðagarð við Hornbrekku í Ólafsfirði.
Bæjarráð telur ekki þörf á að setja upp ábendingarmerki fyrir upplýsingarskilti við snjóflóðagarð við Hornbrekku.
3. Ábending um minni nagladekkjanotkun á bifreiðum bæjarfélagsins.
Bæjarráð telur ekki rétt að minnka notkun nagladekkja á bílum í eigu bæjarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22.11.2016

Á 475. fundi bæjarráðs, 15. nóvember 2016, voru teknar til umfjöllunar ábendingar vegna fjárhagsáætlunar 2017.

Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um hreinsun bílhræja og annars úrgangs á svæðinu vestan við Samkaup í Ólafsfirði.

Umsögn lögð fram.

Þá óskaði bæjarráð einnig umsagnar deildarstjóra tæknideildar í tengslum við erindi Hestamannafélagsins Gnýfara um framræstingu á svæðinu við Brimvelli og frágang á svæðinu vestan óss í Ólafsfirði, eftir að jarðgangaframkvæmdum lauk.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29.11.2016

Á 473. fundi bæjarráðs, 8. nóvember 2016, var til umfjöllunar erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar varðandi endurbætur á syðsta hluta aðalvallar KF í Ólafsfirði.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að fulltrúar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar komi á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 06.12.2016

Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2016, í tengslum við erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar varðandi endurbætur á syðsta hluta aðalvallar KF í Ólafsfirði, var samþykkt að óska eftir því að fulltrúar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar kæmu á fund bæjarráðs.

Fulltrúar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, Kristján R. Ásgeirsson og Heiðar Gunnólfsson mættu á fund bæjarráðs, ásamt deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála Kristni J. Reimarssyni.

Farið var yfir stöðu og viðhald aðalvallar og æfingasvæða.
Bæjarráð samþykkir að vísa endurnýjun á rekstrarsamningi við félagið til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.