Erindi Jóhanns Jóhannssonar vegna uppsagna hjá Ramma hf og Fiskmarkaði Siglufjarðar ehf.

Málsnúmer 1610013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram erindi frá Jóhanni Jóhannssyni, dagsett 5. október 2016, þar sem því er velt fyrir sér hvort ekki sé mikilvægt að boða fund með fyritækjunum Ramma hf og Fiskmarkaði Siglufjarðar ehf vegna uppsagna hjá þessum fyrirtækjum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að veita umsögn um málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 01.11.2016

S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Á 469. fundi bæjarráðs, 11. október 2016, var lagt fram erindi frá Jóhanni Jóhannssyni, þar sem því er velt fyrir sér hvort ekki sé mikilvægt að boða fund með fyritækjunum Ramma hf og Fiskmarkaði Siglufjarðar ehf vegna uppsagna hjá þessum fyrirtækjum.
Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að veita umsögn um málið.

Umsögn bæjarstjóra lögð fram.
Þar kemur m.a. fram að starfsfólki Fiskmarkaðs Siglufjarðar hefur fjölgað um tvo frá síðasta ári vegna aukinna umsvifa að sögn forráðamanna fyrirtækisins.
Með tilkomu nýs frystitogara Ramma hf., Sólbergs ÓF-1, mun fyrirtækið leggja tveimur eldri frystitogurum, Sigurbjörgu og Mánabergi.
Nýji togarinn er útbúinn nýjustu tækni í veiðum og vinnslu, sem mun kalla á minna vinnuafl um borð.
Fyrirtækið reiknar með fækkun á þriðja tug starfsmanna með tilkomu nýja skipsins.
Áætlað að flestir um borð í nýja skipinu verði búsettir í Fjallabyggð.