Evrópski sumarskólinn um sjálfbæra ferðaþjónustu

Málsnúmer 1609061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Ferðamálastofu, dagsett 31. ágúst 2016 í tengslum við fjórða evrópska sumarskólann um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem haldin verður á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum 5. til 9. október 2016. Gert er ráð fyrir að að Fjallabyggð verði afar sýnileg í dagskrá sumarskólans.
Óskað er eftir stuðningi bæjarfélagsins við Evrópska sumarskólann um sjálfbæra ferðaþjónustu 2016, með því að kosta kvöldverð fimmtudagskvöldið 6. október.

Jafnframt var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 16. september 2016.

Bæjarráð telur að erindið sé of seint fram komið og sér sér ekki fært að verða við því.