Samningur við Sálfræðiþjónustu Norðurlands

Málsnúmer 1609033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16.09.2016

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 5. september 2016 er varðar samning vegna sálfræðiþjónustu.
Einnig voru lögð fram drög að samningi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands.

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands.
Beiðni um viðbótarfjármagn vegna ársins 2016 að upphæð kr. 400.000 er frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27.09.2016

Á 465. fundi bæjarráðs, 16. september 2016, voru samþykkt drög að samningi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands. Beiðni um viðbótarfjármagn vegna ársins 2016 að upphæð kr. 400.000 var frestað.

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála Kristinn J. Reimarsson.

Bæjarráð samþykkir að viðbótarfjármagn vegna samnings um sálfræðiþjónustu komi af fjárveitingu annarra rekstrarliða grunnskólans.