Bílhræ í Ólafsfirði

Málsnúmer 1609025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16.09.2016

Í erindi Júlíusar K. Magnússonar, dagsettu 5. september 2016, er vakin athygli á miklum fjölda ryðgaðra og ónýtra bílhræja, gáma og vinnutækja þegar farið er um Ólafsfjörð.
Bréfritari telur að þar sem ástand það sem hann gerir að umtalsefni fari aðeins versnandi, þá verði því miður ekki önnur ályktun dregin en að stjórnvaldið, stjórn bæjarfélagsins, sé að sýna alvarlega vanrækslu í þessu máli.

Bæjarráð tekur heilshugar undir ábendingar bréfritara og felur deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir til betri vegar.
Til upplýsinga þá á Fjallabyggð aðild að Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.